Fimmtudaginn 10. mars lokað vegna veðurs

Það góða við veðrið er að nú er að koma meira hvít gull.
Það góða við veðrið er að nú er að koma meira hvít gull.

Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, Dalvík og á Siglufirði:   Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Siglufirði geta skíðað á svæðunum um helgina þar sem fyrsta skiptihelgin verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður fyrsta skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 13:00 ANA 15-25m/sek, hviður upp í 30m/sek, frost 11 stig og snjóél, svona til upplýsinga er vindkæling um 23. gráðu frost, nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00.

Verðum með byrjandakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal.

Starfsfólk