Föstudaginn 11. mars lokað vegna veðurs

Á Búngusvæði janúar 2011
Á Búngusvæði janúar 2011

Veðurspá fyrir helginna er mjög góð.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 15:15 N 10-18m/sek og hviður 20m/sek, frost 9 stig, vindkæling 22. stiga frost og smá skafrenningur. Skíðasvæðið opnar á morgun kl 10, nýjar upplýsingar kl 08:30 í fyrramálið. Minni á byrjandakennsluna á morgun kl 13-15.

Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, Dalvík og á Siglufirði:   Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Siglufirði geta skíðað á svæðunum um helgina þar sem fyrsta skiptihelgin verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður fyrsta skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur.

Verðum með byrjandakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal.

Starfsfólk