Fréttir

Opið í dag sunnudaginn 11. janúar

Opið verður í dag frá kl 12-16 veðrið á neðstasvæði er ágætt NA 3-8, -3c° og skýjað, á efrasvæði er NA-8-13, -5c° og ekki gott skyggni, það hefur snjóað töluvert hjá okkur og er verið að vinna í brekkum. Við opnum neðstu-lyftu eingöngu í dag. Starfsmenn  

Lokað í dag laugardaginn 10. janúar

Lokað verður í dag vegna veðurs, en það jákvæða við lokunina í dag er að við erum að fá töluverðan snjó og verðum tilbúnir þegar veðrið gengur niður. Starfsmenn

Lokað í dag föstudaginn 9. janúar

Lokað verður í dag, það er of hvasst á T-lyftusvæði, opnun á morgun 10. janúar kl 11:00 Starfsmenn  

Lokað í dag

Það er lokað í dag. það er of hvasst á T-lyftusvæði og svo hefur tekið töluvert upp á neðstasvæði, stefnum á að opna á morgun föstudaginn 9. janúar kl 14:00. Starfsmenn  

Lokað í dag miðvikudaginn 7. janúar

Lokað verður í dag, það er of hvasst til  keyra lyftur, við opnum á morgun kl 16-21, nánari upplýsingar á morgun kl 12:00 í síma 878-3399 og á heimsíðu skard.fjallabyggd.is Starfsmenn skíðasvæðis.

Komið á Siglufjörð á skíði

Komið á Siglufjörð í alpana, það er enginn kreppa á skíðasvæðinu á Siglufirði, opið alla daga vikunar, við bjóðum upp á 2,3 km af brekkum við allra hæfi, góðir gisti og veitingastaðir, við erum að sjálfsögðu að skíða á náttúrulegum snjó.   Kveðja frá starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði    

Opið í dag þriðjudaginn 6. janúar

Opið verður frá kl 16-20, veðrið er mjög gott logn, -2c° og skýjað. færið er troðið harðfenni í bland við nýjan snjó gott færi fyrir alla. Allar lyftur opnar Velkomin í fjallið starfsmenn    

Opið í dag mánudaginn 5. janúar

Opið verður í dag frá kl 11-16 veðrið er N-gola, -1c° og snjókoma á neðrasvæði en á efrasvæði er N-5-10 -3c° og snjókoma. Gott að fá snjóinn. Færið er harðfenni og ný fallin snjór. Verðum með opið á morgun 6. janúar frá kl 16-20. Starfsmenn  

Opið í dag sunnudaginn 4. janúar

Opið verður í dag frá kl 11-17, veðrið er mjög gott S-gola, -1c° og heiðskírt, færið er troðið harðfenni ágætis færi fyrir alla þegar búið er að troða svæðið, ég vil biðja skíðafólk að fara varlega á neðstasvæðinu og skíða eftir merktum brautum. Allar lyftur opnar Velkomin í fjallið starfsmenn  

Opið í dag laugardaginn 3, janúar

Opið verður í dag frá kl 11-17, veðrið í fjallinu er logn, +2c° við neðstasvæðið en 0c° á efrasvæði, lítilsháttar rigning er á svæðinu. Færið er troðin blautur snjór. Allar lyftur opnar, ég bið gesti að fara varlega á neðstasvæðinu það hefur tekið töluvert upp en ágætis snjóalög eru á efrasvæði. Velkomin í fjallið Starfsmenn