Framkvæmdir á svæðinu í haust

Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á skíðasvæðinu núna haustið 2023 færslan á svæðinu er loksins orðin að veruleika. Við tókum niður neðstu lyftuna og er hún í uppgerð og verður sett upp að súlum og fær því nafnið Súlna-lyfta og vonandi getum við reist þá lyftu í Janúar því það bíða margir spenntir eftir nýrri brekku.Búið er að byggja nýjan glæsilegan lyftu skúr við T-lyftu og einnig er búið að færa drifstöð á T-lyftu á nýjan stað til framtíðar. Og svo er búið að grafa fyrir vatni og rafmagni og flytja allar gámaeiningarnar upp á nýja planið og svo stendur til á næstu dögum að fara setja upp töfrateppið sem mörg börn og fleiri hafa beiðið lengi eftir svoleiðis að þetta er allt að smella saman hjá okkur þótt það séu mörg verkefni eftir fram að opnun að þá hefst þetta nú allt saman og stefnum við á að opna um jólin ef veður guðir verða okkur hliðhollir. En allt það sem hefur tekist að gera á svæðinu þetta haustið hefði ekki gerst nema með alvöru fagmönnum og viljum við hjá Barðsmönnum ehf og Leyningsás ses hrósa þeim verktökum sem fóru af stað í þetta verkefni með okkur og þeir eru.

Bás ehf, L7 verktakar ehf, LFS ehf, Raffó ehf 

svo bendum við á að hægt er einnig að fylgja okkur bæði á facebook og instagram ( skiingsiglo )

kveðja úr fjallinu