Líkt og áður var auglýst þá stefndum við að opnun á svæðinu okkar laugardaginn 21 desember. Það er orðið ljóst að það mun ekki takast og því miður vantar ennþá talsverðan snjó til að geta sett lyfturnar í gang. Hitastigið hefur verið okkur mjög óhliðhollt og sá snjór sem hefur fallið nánast horfið daginn eftir.
Okkar heitasta ósk var að ná opnun fyrir jól þannig að við gætum notið þess að skíða jólasteikina af okkur í Siglfirsku ölpunum.
Við munum uppfæra stöðuna áfram á næstu dögum hérna á heimasíðunni þannig að endilega fylgist með. Minnum á forsölu vetrarkorta en hún verður í gangi í Siglósport fram að opnun á svæðinu.
Gleðilega hátíð. Sjáumst vonandi sem fyrst í fjallinu!