Viðhaldsverkefni haustið 2022

Lýsing var mjög illa farin á Búngusvæði
Lýsing var mjög illa farin á Búngusvæði

Að ýmsu þarf að hyggja áður en svæðið verður opnað, en svæðið verður opnað fimmtudaginn 1. desember. Viðgerð á lýsingu á Hálslyftusvæði og Búngulyftusvæði, en lýsingin á þessum svæðum var mjög illa farinn. Yfirfara þarf alla öryggiskapla á öllum lyftu. Viðgerð á höldum er í gangi og snjótroðurum svo allt verið klárt fyrir opnun. Vatnsból var illa farið fyrir WC á Búngusvæði. En því miður var ekki hægt að breyta svæðinu fyrir veturinn, en vegur og bílaplan er langt komið, það verður bætt aðstaða fyrir gesti, en sett verður upp 70m2 gámaeining. Sjáumst hress í Skarðsdalum