Fréttir

Laugardaginn 11. febrúar lokað

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið kl 08:00 5-15m/sek og 20-23m/sek í hviðum, 5 stiga hiti og er en hvassara í efrihlutanum, fylgir þessu mikill hiti og mun vindur aukast þegar líður á daginn. Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00 Umsjónarmaður

Föstudaginn 10. febrúar opið 14-18:30

Opið í dag frá kl 14-18:30 veðrið kl 15:45 WSW 3-8m/sek, 2 stiga hiti en vindkæling er -1 og er heiðskírt og sú gula að sýna sig. Færið er unnið harðfenni og er mjög gott færið í troðnum brekkum. Undur og stórmerki það snjóaði aðeins í efrihlutanum. Staðan er þessi: Það er lítill snjór á neðrihluta svæðisins en er mjög gott í efrihlutanum. Hálslyfta og Búngulyftan þar er 1100 metra langur bakki og annað eins niður með T-lyftu um 1000 metrar. Skarðsdaluirnn stendur undir nafni sem draumadalur. !!Toppdagur framundan, nýtið þennan dag vel!!   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 9. febrúar opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er sunnan gola, hiti 4 stig en alskýjað. Snjór hefur minkað mikið á svæðinu sérstaklega við Neðstu lyftunna, en er mun betra í efrihlutanum. Færið er unnið harðfenni en er töluvert mjúkt í neðrihlutanum. Velkomin í dag Starfsmenn

Miðvikudaginn 8. febrúar lokað

Lokað í dag. það er of mikill hiti til að troða brekkur 7-9 stiga hiti kl 14:00. Það þarf að frysta svo hægt sé að troða brekkur. það á að frysta hjá okkur á föstudaginn. Það er góður snjór í brekkum í efrihlutanum en í lágmarki í neðrihlutanum. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Þriðjudaginn 7. febrúar lokað

Lokað í dag þriðjudaginn 7. febrúar, opnum á morgun miðvikudaginn 8. febrúar kl 14:00

Mánudaginn 6. febrúar opið 14-18:30

Opið í dag frá kl 14-18:30, veðið kl 17:00 austan 2-10m/sek, hiti 5 stig og alskýjað, færið er unnið harðfenni.   Byrjendakennsla í Skarðinu um helgar!  Skíðasvæðið mun lána skíðabúnað endurgjaldslaust.  Fyrsti tími 30 mínútur frítt. Annar tími 30 mínútur 1.500 kr.  Hringið í Egil í Skarðinu (s. 893-5059) og pantið tíma. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Sunnudaginn 5. febrúar opið 10-16

Kl 14:00 Höfum lokað vegna hvassviðris Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 12:40 SSW 4-8m/sek, hiti 3 stig og alskýjað, færið er unnið harðfenni og er töluvert mýkra færi en var hér í gær. Mögulega opnum við Búngulyftu kl 12:00, þar myndaðist mikill ís nú í morgun og þurfum við að brjóta hann upp svo það sé skíðafært og öryggi ykkar skíða gesta sé tryggt.   Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 4. febrúar opið 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 11:00 WSW 2-14m/sek en á lægja þegar líður að hádegi og er hitinn 5-6 stig, færið er vorfæri, en þegar að kólnar mun færið harna. Það er mikið vor í lofti sem dálítið öðruvísi en vonandi fer þetta að breytast í betra veður með stórhríðarbil. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 3. febrúar opið 14-18:30

Opið í dag frá kl 14-18:30, veðrið er mjög gott og verður mjög gott í dag austan gola, hiti 4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í troðnum brekkum. Veðurútlit hér fyrir norðan er mjög gott næstu daga, eiginlega of gott heldur mikill hiti. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 2. febrúar opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 17:20 logn, frost 1 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni, það á að kólna þegar líður á daginn. Velkomin í fjallið Starfsmenn