Fréttir

Fimmtudaginn 23. febrúar lokað

Uppfært kl 15:00  Það verður lokað í dag, það er of hvasst, ASA 10-20 m/sek  Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00  

Miðvikudaginn 22. febrúar opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er SA gola, frost 3 stig og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór. Nú hefur snjóað ca 40 sm síðan um helginna þannig að þetta er allt að lagast. Flott færi í dag og púðurskíðun á Búngusvæði við topp lyftu. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 21. febrúar lokað

Það verður lokað í dag, það vantar ca 10-20 sm snjó til að hægt sé að opna. Það snjóaði ca 10-20 sm um helgina og í gær. Veðurspá er þannig að þessi snjór er á leiðinni í dag og nótt svo vonandi getum við opnað á morgun. Fylgist með okkur hér og á fecebook

Mánudaginn 20. febrúar lokað

Það verður lokað í dag, en það er verið að skoða aðstæður svo við getum mögulega opnað á morgun. Það hefur snjóað ca 6-10 sm á svæðinu síðan í gærmorgun og verður éljagangur í dag. Þessa viku verður opið alla daga frá kl 12:00 -19:00 og um næstu helgi frá kl 10-16. Fylgist með okkur hér og á facebook

Sunnudaginn 19. febrúar lokað

Það verður lokað í dag. Nú er gott veður en það er að byrja að snjóa aðeins og verður vonandi snjókoma í dag  og næstu daga. Þetta er allt að koma. Fylgist með okkur hér og á facebook Veðurspá næstu daga hér á Sigló: http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752

Laugardaginn 18 febrúar lokað

Það verður lokað í dag, það vantar snjó á svæðið og vonandi fer það gerast næstu daga. Fylgist með okkur, opnum um leið og hvíta gullið kemur, Starfsmenn

Fimmtudaginn 16. febrúar lokað

Staðan í Skarðsdalnum er sú að í dag verður lokað og á morgun, veik von er með opnun á laugardaginn og aðeins meiri möguleiki með sunnudaginn, en þetta miðast allt við að veðurspá gangi eftir. Hér getið þið skoðað kortin fyrir Siglufjörð hjá Veðurstofuni næstu daga: http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752

Mánudaginn 13. febrúar lokað vegna snjóleysis

Svæðið er lokað vegna snjóleysis. Opnum um leið og hvíta gullið kemur. Starfsmenn

Sunnudaginn 12. febrúar gleðifréttiriririr

Hér eru gleðiðfréttiriririririr  Haft eftir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands „Nei hitinn er frekar á niðurleið næstu daga. Það verður komin köld norðanátt á föstudag eða laugardag með snjókomu og éljagangi fyrir norðan og austan.“  Vonir þeirra sem voru dýpst í sínum hjartarótum að vonast eftir því að þetta milda veður myndi haldast, þú ætlar að deyða þær vonir núna?

Sunnudaginn 12. febrúar lokað

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris og mikils hita, veðrið kl 08:00 SW 6-18m/sek og hviður 20-25m/sek, hiti 12 stig og það verður sennilega slegið hitamet í dag, nú kl 08:00 á Sauðanesi er 14 stig hiti.  Hér er hitinn í 800 metra hæð Siglufj. Illviðrishnj. 800mh 12.2.2017 06:00 +6.5 Sjáið gleðinna framundan http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/    http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B0urland_Eystra/Skar%C3%B0sdalur/long.html     Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00