Fréttir

Föstudagur 17.4.15 LOKAÐ

Lokað vegna hvassviðris hann slær uppí 18m/s

Fimmtudagur 16. Apríl 2015 Opið 16:00-19:00

Byrjum á að opna þrjár lyftur. Linur vorsnjór en þurrara eftir því sem ofar dregur. Fínasta veður sól og blíða oh hiti um 7 gráður.

Miðvikudagur 15.4 Opið 16-19

Byrjum á að opna 3 lyftur. Það er hvasst og kalt á toppnum eins og margir vita. Færið er linur vorsnjór en þurrara eftir því sem ofar dregur. Allir á skíði!

Mánudaginn 13. apríl opið frá kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 16:00 sunnan gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Frábært veður og færi. Við segjum velkomin í fjallið Starfsmenn 

Sunnudaginn 12. apríl opið kl 11-16

Það verður opið í dag frá kl 11-16. veðrið kl 09:25 WSW 2-12m/sek, frost 6 stig, smá skafrenningur og það er að létta til, færið er troðinn nýr snjór, þannig að færið er mjúkt. Erum með það í skoðun að opna Búngusvæðið það er of hvasst uppi eins og er. Búngubrekka og Miðbrekka  verða ótroðnir, aðrar brekkur verða troðnar  Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 11. apríl lokað

Það verður lokað í dag,  það verður komið leiðinda veður um hádegið. Veðurspá dagsins: Norðan 18-23 m/s og snjókoma, vægt frost. Hægari seint í kvöld. Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00 Starfsmenn

Föstudaginn 10. apríl opið kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 17:30 ANA 8-14m/sek, hiti 1 stig og alskýjað. Færið er frábært troðinn þurr snjór, bezta færið í vetur og mikið af snjó. Þessi dagur verður frábær og takið daginn snemma.  Sjáumst hress í Skarðsdalnum Skarðsrennslið 16. maí kl 13:00 Þetta er skemmti-risasvig og er tími tekinn á handklukkur. Frá Illviðrishnjúk og niður að skíðaskála ca 3 km braut. Keppni fer fram í karla og kvenna flokkum 18 ára og eldri, einnig er keppt í unglinga og barnaflokkum stúlkur og drengir. Verðlaun eru fyrir 3 fyrstu sætin. Gjald fyrir 18 ára og eldri er 3.000.- Skráning á staðnum. Veitingar eftir keppni við skála

Fimmtudaginn 9. apríl opið kl 15-20

Í gær voru heimsins beztu aðstæður og verður svo einnig í dag, opnum kl 14-19 og takið daginn snemma.  Skarðsrennslið 16. maí kl 13:00 Þetta er skemmti-risasvig og er tími tekinn á handklukkur. Frá Illviðrishnjúk og niður að skíðaskála ca 3 km braut. Keppni fer fram í karla og kvenna flokkum 18 ára og eldri, einnig er keppt í unglinga og barnaflokkum stúlkur og drengir. Verðlaun eru fyrir 3 fyrstu sætin. Gjald fyrir 18 ára og eldri er 3.000.- Skráning á staðnum. Veitingar eftir keppni við skálan Opið í dag frá 10:00-12:30 og aftur frá kl 15:00-20:00 Veðrið er mjög gott austan gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðið þurr snjór og eru snjóalög er mjög góð. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

7-8. apríl verður lokað

Skíðasvæðið verður lokað 7 og 8 apríl, opnum aftur 9. apríl. Við starfsmenn svæðisins viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar allra sem heimsóttu okkur í dymbilvikunnu, en gestir voru 3000 þessa daga og þið voruð öll til fyrirmyndar, sjáumst hress í Skarðsdalnum. Svæðið verður opið allar helgar í maí, 2. maí fer fram Fjallaskíðamót og 16. maí verður Skarðsrennslið. Auglýsingaplaköt koma inn á síðuna nú í vikunni. Starfsmenn í dymbilvikunni, strákarnir stóðu sýna plikt með kurt og pí. Sigurjón, Kári, Hilmar, Óðinn, Torfi. Kristófer og Sigurður Egill umsjónarmaður

Annar í páskum 6. apríl opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:30 SSW 2-10m/sek, hiti 5 stig og alskýjað. Færið er troðinn rakur snjór en það er þurrari snjór í efrihluta svæðisins. Þessi dagur lítur vel út. Sjáusmt hress í Skarðsdalnum Egill, Sigurjón, Kári, Hilmar, Torfi og Kristófer