Fréttir

Sunnudaginn 9. desember opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 11:00 SW 2-4m/sek, frost 3 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór. Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið opnar kl 11:00 og Hálslyfta opnar kl 13:00. Opnunarathöfn á Hálslyftu fer fram kl 13:00 í dag, mætum öll í fjallið og fögnum þessum áfanga. Velkominn í fjallið starfsfólk.

Laugardaginn 8. desember opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 14:00 NA 7-11m/sek, 0 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni. Nú er veðurstöðin komin inn. Neðstasvæðið og T-lyftusvæði opið í dag. Hálslyfta verður tekin formlega í notkun á morgun sunnudaginn 9. desember kl 13:00.  Ég hvet sem flesta að mæta í fjallið á morgun. Vil ég þakka öllum þeim sem komu að byggingu þessarar lyftu, Berg byggingarverktakar, Raffó rafverktakar, JE vélaverkstæði, Bás vinnuvélaverktökum, Rauðkumönnum og starfsmönnum skíðasvæðisins en með samstilltu átaki allra þessara aðila er þetta orðið að veruleika. Ný lyfta, nýtt þjónustuhús á Búngusvæði, bætt og betri lýsing og brekkur lagfærðar. Það eru bjartir tímar framundan á skíðasvæðinu Skarðsdal. Minni á tilboð á vetrarkortum sem gildir til 15. desember Velkomin í fjallið

Föstudaginn 7. desember er lokað vegna vinnu við Hálslyftu

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegan vinnu við Hálslyftu en hún verður tekinn í notkun á sunnudaginn 9 desember kl 13:00. Takið þennan dag frá fyrir víxlu á lyftunni. Allt gekk vel í dag og verða höld sett á lyftuna á morgun og allt verður klárt fyrir sunnudaginn 9 des. Vil ég þakka öllum þeim sem komu að byggingu þessarar lyftu, Berg byggingarverktakar, Raffó rafverktakar, JE vélaverkstæði, Bás vinnuvélaverktökum, Rauðkumönnum og starfsmönnum skíðasvæðisins en með samstilltu átaki allra þessara aðila er þetta orðið að veruleika. Ný lyfta, nýtt þjónustuhús á Búngusvæði, bætt og betri lýsing og brekkur lagfærðar. Það eru bjartir tímar framundan á skíðasvæðinu Skarðsdal. Opnum á morgun laugardaginn 8. desember kl 11, nýjar upplýsingar um kl 09.00 á morgun. Starfsmenn

Fimmtudaginn 6. desember opið frá kl 16-19

Skíðasvæðið er opið í dag, veðrið kl 14:00 SA gola, frost 4 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór. Hálslyfta búið er að splæsa vír og í dag er er unnið við stillingar á hjólastellum og fl, einnig er verið að vinna við öryggisrás, þetta er allt að koma. Vetrarkortasala er í fullum gangi tilboð til 15. desember. Hjónakort kr. 30.600.- Fullorðinskort kr. 16.200.- Barnakort 6.800.- (7-18 ára) Framhald/háskólanemar kr. 6.800.- (19+) senda pantanir á egillrogg@simnet.is s. 893-5059 Reikningur 1102-26-1254 kt 640908-0680 1 og 2 bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar fá fríkort. Velkominn í fjallið. Starfsmenn

Miðvikudaginn 5. desember opið frá kl 16-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 13:15 SA gola, 0 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór. Verið er að splæsa vír á Hálslyftu og vonandi getum við opnað hana um næstu helgi. Vetrarkortasala er í fullum gangi tilboð til 15. desember. Hjónakort kr. 30.600.- Fullorðinskort kr. 16.200.- Barnakort 6.800.- (7-18 ára) Framhald/háskólanemar kr. 6.800.- (19+) senda pantanir á egillrogg@simnet.is s. 893-5059 Reikningur 1102-26-1254 kt 640908-0680 1 og 2 bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar fá fríkort. Velkominn í fjallið. Starfsmenn

Mánudaginn 3. desember lokað vegna hvassviðris

Í dag mánudaginn 3. desember verður lokað vegna hvassviðris. Opnum á miðvikudaginn 5. desember Starfsfólk

Sunnudaginn 2. desember opið kl 11-16

Skíðasvæðið opnar klukkan 11:00-16:00 , veðrið kl 10:00 SA gola hiti 2 stig og léttskýjað, færið er mjög gott troðinn þurr snjór. Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið opið í dag. Velkomin í fjallið starfsfólk 

Fyrsti opnunardagur vetrarins er í dag laugardaginn 1. desember kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 08:30 SA gola, frost 3 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla. Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið verða opin í dag. Vetrarkortasala er í fullum gangi tilboð til 15. desember. Hjónakort kr. 30.600.- Fullorðinskort kr. 16.200.- Barnakort 6.800.- (7-18 ára) Framhald/háskólanemar kr. 6.800.- (19+) senda pantanir á egillrogg@simnet.is s. 893-5059 Reikningur 1102-26-1254 kt 640908-0680 1 og 2 bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar fá fríkort. Velkomin í fjallið í dag starfsfólk