Föstudaginn 7. desember er lokað vegna vinnu við Hálslyftu

Nokkrir af þeim sem hafa komið að byggingu á Hálslyftu.
Nokkrir af þeim sem hafa komið að byggingu á Hálslyftu.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegan vinnu við Hálslyftu en hún verður tekinn í notkun á sunnudaginn 9 desember kl 13:00. Takið þennan dag frá fyrir víxlu á lyftunni. Allt gekk vel í dag og verða höld sett á lyftuna á morgun og allt verður klárt fyrir sunnudaginn 9 des. Vil ég þakka öllum þeim sem komu að byggingu þessarar lyftu, Berg byggingarverktakar, Raffó rafverktakar, JE vélaverkstæði, Bás vinnuvélaverktökum, Rauðkumönnum og starfsmönnum skíðasvæðisins en með samstilltu átaki allra þessara aðila er þetta orðið að veruleika. Ný lyfta, nýtt þjónustuhús á Búngusvæði, bætt og betri lýsing og brekkur lagfærðar. Það eru bjartir tímar framundan á skíðasvæðinu Skarðsdal.

Opnum á morgun laugardaginn 8. desember kl 11, nýjar upplýsingar um kl 09.00 á morgun.

Starfsmenn