Fréttir

Laugardaginn 13. mars opið

Skíðasvæðið opnar kl 10-16, veðrið logn, frost 2 stig, alskýjað og smá éljagangur, færið er troðinn rakur og þurr snjór í bland gott færi fyrir alla, við keyrum allar lyftur. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 12. mars lokað v/hvassviðris SV 10-15m/sek

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris, það er SV 10-12m/sek og hviður upp í 20 m/sek, við opnum á morgun kl 10-16, nýjar upplýsingar á morgun laugardaginn 13. mars kl 09:00, veðurútlit um helginna er ágætt. Starfsfólk 

Fimmtudaginn 11. mars lokað v/veðurs

Skíðasvæðið verður lokað vegna veðurs í dag það er SV-8-10m/sek og fer upp í 15-17m/sek í hviðum, það er verið að vinna allt svæði í dag og fram á kvöld og verður opið á morgun 12. mars frá  kl 14-19, nánari upplýsingar kl 10 í fyrramáli. Starfsfólk

Miðvikudaginn 10 mars lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag, það er of hvasst á Búngusvæðinu og færið er mjög lint og mikill hiti í snjónum, við ætlum að vinna svæðið í kvöld, það á að kólna þegar línur á kvöldið og verður kaldara á morgun, við stefnum á opnun á morgun kl 15-19, nánari upplýsingar kl 12:00 Starfsmenn

Þriðjudaginn 9. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 13:00 SV 5-9m/sek, hiti um 6 stig og léttskýjað, færið er blautur snjór, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu. Velkomin á Skíði starfsmenn

Mánudaginn 8. mars opið

Skíðasvæðið opnar í dag kl 14-18, veðrið kl 10:00 SA gola, hiti 5 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór, við keyrum allar lyftur í dag. Göngubraut verður tilbúinn á Hólssvæði kl 14:00 Ps. ég bendi ykkur á að fara inn á veðurstöðinna hér til hægri á heimsíðunni Velkomin á skíði starfsmenn

Sunnudaginn 7. mars lokað v/veðurs

Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs, við opnum á morgun mánudaginn 8. mars kl 13-18, nýjar upplýsingar kl 11:00 á morgun á heimasíðu og í síma 878-3399. Veðrið kl 11:00 SV 13-18m/sek og hviður upp í 35-38m/sek Starfsmenn

Laugardaginn 6. mars lokað v/veðurs

Skíðasvæðið er lokað í dag vegan veðurs, við opnum á morgun kl 10-16, nýjar upplýsingar kl 09:00. Veðrið á svæðinu kl 11:30 í dag WSW 8-12m/sek og hviður upp í 20-22m/sek, 0 gráða, slydduél og snjóél á svæðinu, en veðurspá er mun betri fyrir morgundaginn.  Starfsmenn

Föstudaginn 5. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-18, eingöngu Neðsta-lyfta, veðrið kl 15:00 SSV 6-10m/sek og meira í hviðum, færið blautur snjór. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæðinu. Við stefnum á að opna á morgun kl 10, nánari upplýsingar um kl 09:00 á morgun Starfsmenn

Föstudaginn 5. mars opnun í athugun kl 15:00

Við erum með opnun í athugun kl 15:00, nánari upplýsingar um kl 14:30. Veðrið kl 13:45 SSA 7-12m/sek og fer upp í 18-25m/sek í hviðum. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæðinu Ps veðurspá fyrir helginna er ekki gott SV hvassviðri sem er ekki gott hér á svæðinu. Starfsfólk.