Fréttir

Fimmtudaginn 11. nóvember lokað v/veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, nýjar upplýsingar um kl 12:00 á morgun föstudaginn 12/11. Upplýsingar um stöðu mála á svæðinu, á neðstasvæðinu er snjódýpt ca 45-80cm, á T-lyftusvæði um 45-60 cm og á Búngusvæði er 65-80cm, þannig að brekkur eru að verða nokkuð góðar og mjög gott færi fyrir alla. Starfsmenn

Miðvikudaginn 10. nóvember opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, færið er nýr troðinn snjór, mjög gott færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, veður NA 4-7m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Mánudaginn 8. nóvember lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag mánudaginn 8. nóvember og þriðjudaginn 9. nóvember, opnum aftur miðvikudaginn 10. nóvember. Nánari upplýsingar kl 12:00 á miðvikudaginn Starfsfólk

Sunnudaginn 7. nóvember opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, færið er troðinn nýr snjór, mjög gott færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu. Ps í dag er gjald í lyftur samkvæmt verðskrá, en því miður er enginn posi á staðnum. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 6. nóvember opið

Fyrsti dagur í opnun á þessum vetri er orðið að veruleika, það er að koma í ljós að þær framvæmdir sem við gerðum nú í haust eru að skila sér, sérstaklega á Neðstasvæðinu, öllum gestum er boðið frítt  í lyftur og veitingar í boði skíðasvæðisins í dag. Við opnum svæðið kl 11:00-16:00 í dag, erum að vinna í öðrum svæðum, Óðinn og Kári sjá um fjörið. Sjáumst hress í dag. Starfsmenn    

Skíðasvæðið opnar á laugardaginn 6. nóvember

Skíðasvæðið verður opnað laugardaginn 6. nóvember og opnum við eingöngu Neðstu-lyftu og er frítt í lyftunna þennan dag og verður boðið upp á veitingar. Nánari upplýsingar á morgun um kl 12:00 Starfsmenn  

Nú líður að opnun þetta haustið

Fyrsti  opnunar dagur verður vonandi næsta laugardag 9. nóvember ef snjóalög og veður leyfir, það hefur snjóða hjá okkur töluvert þannig að þetta lítur nokkuð vel út. Nánari upplýsingar á fimmtudaginn. Sjáumst hress í vetur Starfsmenn