Fréttir

Mánudaginn 15. janúar lokað/closed

Það verður lokað í dag mánudaginn 15. jan og á morgun þriðjudaginn16. jan vegna veðurs og snjókomu sem við fögnum. Nýjar upplýsingar á miðvikudaginn 17. janúar kl 10:00 en þá verður komið ljómandi veður og vonandi eitthvað af snjó í viðbót.   

Sunnudaginn 14. janúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna veðurs, nú kl 08:00 er komið SW rok 18-25m/sek Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Laugardaginn 23. janúar opið/open 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 10:00 SSW 0-6m/sek, hiti 3 stig og léttskýjað. Snjó hiti er -3. Færið er unnið harðfenni. Byrjum á að opna kl 11:00 Neðstulyftu og T-lyftu og kl  12:00 opnum við Hálslyftu og Búngulyftu. Velkomin í Skarðsdalinn

Föstudaginn 12. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 09:00 WSW 3-7m/sek, hiti 7 stig og léttskýjað og verður svipað veður í dag sunnan og vestan áttir og hiti, en hitinn fer lækkandi þegar líður á daginn. Daggarmark er um +1-1 gráða. Færið er rakur snjór og mjúkt. Svona til gamans þá fór hitinn kl 09:00 í 10 stig á Sauðanesvita  Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 11. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, í dag er og verður sama veðurblíðan og hefur verið undanfarna daga, veðrið kl 15:30 SSW gola, hiti 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór en það hefur kólnað aðeins þannig að færið er harðara en hefur verið. Velkomin í Skarðsdalinn  

Miðvikudaginn 10. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 17:00 logn, hiti 2 stig og niður í frostmark og mun kólna þegar líður á daginn og getur slyddað eða snjóað til kl 15:00. Færið er troðinn rakur og þurr snjór í bland. Velkomin í Skarðsdalinn

Þriðjudaginn 9. janúar lokað/closed

Lokað í dag, en opnum á morgun kl 14:00

Mánudaginn 8. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 18:00 er logn, hitastig er frá frostmarki og niður í 3 stiga frost og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í troðnum brekkum. Það hefur myndast skel í efstalagi utan við troðnar brekkur en það er betra færi yfir 500 metra hæð. Velkomin í Skarðsdalinn

Sunnudaginn 7. janúar opið/open 12-16

Opið í dag frá kl 12-16, veðrið kl 12:00 ASA gola, frost 6 stig og léttskýjað . Færið er troðinn þurr snjór og hefur snjóað töluvert á síðasta sólahring. Opnum Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið í dag. Velkomin í fjallið

Laugardaginn 6. janúar lokað/closed

Lokað verður í dag, það er töluverður éljagangur og mjög blint á svæðinu og verður svo í dag. Það snjóar og snjóar og nú er að myndast afar fallegt púðurfæri. Lítur mikilu betur út á morgun og verður opnað kl 11:00 í fyrramálið.