Fréttir

Þriðjudaginn 22. mars opið/open 13-19

Flottur dagur að baki en um  220 manns komu í fjallið í dag. Morgundagurinn lítur mjög vel út og berið á ykkur sólarvörn nr 50,  opið á morgun frá kl 13-19. Sjáumst hress Fjallamenn. Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 12:00 logn, hiti 3 stig við skíðaskálan en hiti 1 stig við sleppingu á Búngulyftu og er léttskýjað, veðrið verður mjög gott hér í dag SA átt. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í öllum brekkum, það er að kólna á svæðinu. Göngubraut tilbúin á Hólssvæðinu 3 km hringur. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Mánudaginn 21. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 15:00 NA gola, hiti 1 stig við skíðaskálan 200m en 1 stigs frost við sleppingu á Búngulyftu 650m og lítilsháttar éljagangur, færið er troðinn vorsnjór en þó er aðeins kaldara en verið hefur og á að kólna eftir því sem líður á vikuna. Göngubraut á Hólssvæði 3 km hringur. Velkomin á skíði Starfsmenn

Sunnudaginn 20. mars lokað/closed

Það verður lokað í dag veðuraðstæður eru ekki góðar rigning og vaxandi vindur um hádegið af suðvestri. Þetta lítur miklu betur út á morgun en þá verður suðaustanátt. Svæðisstjóri

Laugardaginn 19. mars lokað/closed

Kl 10:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris SW 14-20m/sek  It will be closed today because of the wind 14-20 m / sec Það er lokað eins og er, stefnum á að opna kl 11:00 nýjar upplýsingar kl 10:30. Closed as plan to open at 11.  Ath. vindmælir er bilaður á svæðinu. Það er rigning á svæðinu núna kl 08:00 og SW 8-15m/sek en miðað við veðurkortin á að hætta að rigna á milli 10 og 11. Göngubraut er tilbúin á Hólssvæði 3 km hringur. Sjáumst hress Starfsmenn

Föstudaginn 18. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 13:30 SSW gola, hiti 6 stig og léttskýjað. Færið er troðinn vorsnjór og er færið töluvert mjúkt enda búið að vera mikill hiti undanfarið en hafið engar áhyggjur það er góður snjór í öllum brekkum og fer að kólna í veðri eftir helgina. !!Nú er flott færi fyrir bretti og breið og góð skíði!!   Göngubraut á Hólssvæði 3 km hringur létur og góður fyrir alla. Starfsmenn

Fimmtudaginn 17. mars opið /open 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið er SSV gola, hiti 6 stig og heiðskírt. Færið er troðinn vorsnjór en hitastigið fór niður undir frostmark í nótt. Það er troðið Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið en það er ekki troðið Hálslyftusvæðið og Búngusvæðið sólin sér um að hita þær brekkur.  Velkomin á Sigló Starfsmenn

Miðvikudaginn 16. mars opið/open 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 17:00 SV 5-14m/sek, hiti 7 stig og léttskýjað, færið er vorfæri og nú er bezt að vera á bretti eða fjallaskíðum. Sjáumst hress Starfsmenn

Þriðjudaginn 15. mars opið/open 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið er bara sumar, sunnan gola, hiti 7-9 stig og heiðskírt og er færið nokkuð vorlegt hjá okkur en heldur bara nokkuð vel. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

14 mars lokað i dag

Það verður opið á morgun þriðjudaginn 15. mars frá kl 15-19.

Sunnudaginn 13. mars opið 10-16

Opið i dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:30 S gola, hiti 2 stig og alskýjað. færið er troðinn þurr snjór. Í dag verður sunnan átt hér á svæðinu og mögulega einhver úrkoma.   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn It is open today