Fréttir

Mánudaginn 20. apríl opið kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 09:00 S 3-8m/sek, hiti 6 stig og léttskýjað. Færið er troðinn vor snjór.  Takið daginn snemma.   Suðvestlægari undir kvöld og skúrir eða slydduél. Kólnandi veður. Suðvestan 13-20 á morgun og skúrir eða él. Hiti 1 til 6 stig. Lokað verður á morgun þriðjudaginn 21/4 og miðvikudaginn 22/4  Opnun næstu dag verður þessi: Mánudaginn 20/4 kl 13-5-19  Sumardaginn fyrsta 23/4 kl 11-16  Föstudaginn 24/4 kl 14-19  Laugardaginn 25/4 kl 10-16  Sunnudaginn 26/4 kl 10-16  Föstudaginn 1/5 kl kl 11-16  Laugardaginn 2/5 kl 10-16  Sunnudaginn 3/5 kl 10-16  Uppstigningardagur 14/5 kl 11-16  Föstudaginn 15/5 kl 14-19  Laugardaginn 16/5 kl 10-16  Sunnudaginn 17/5 kl 10-16 Síðasti opnunardagurinn þennan veturinn. Sjáumst hress í Skarðsdalnum Starfsmenn

Sunnudaginn 19. apríl opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 13:00 SA 1-4m/sek, hiti 8 stig, léttskýjað og sólin komin í dalinn. Færið er troðinn vor snjór en brekkur halda nokkuð vel. Nægur snjór er í Skarsðsdalnum. Minni á Fjallaskíðamótið 2.maí og Skarðsrennslið 16. maí, allar upplýsingar eru hér ofar á síðunni. Opnun næstu dag verður þessi: Mánudaginn 20/4 kl 13-5-19 Sumardaginn fyrsta 23/4 kl 11-16 Föstudaginn 24/4 kl 14-19 Laugardaginn 25/4 kl 10-16 Sunnudaginn 26/4 kl 10-16 Föstudaginn 1/5 kl kl 11-16 Laugardaginn 2/5 kl 10-16 Sunnudaginn 3/5 kl 10-16 Uppstigningardagur 14/5 kl 11-16 Föstudaginn 15/5 kl 14-19 Laugardaginn 16/5 kl 10-16 Sunnudaginn 17/5 kl 10-16 Síðasti opnunardagurinn þennan veturinn. Sjáumst hress í Skarðsdalnum. Starfsmenn

Laugardaginn 18. apríl opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið er sunnan gola, hiti 8 stig og heiðskírt. Færið er blautur snjór og er mjúkt færi, sanna kallað vorfæri. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Föstudagur 17.4.15 LOKAÐ

Lokað vegna hvassviðris hann slær uppí 18m/s

Fimmtudagur 16. Apríl 2015 Opið 16:00-19:00

Byrjum á að opna þrjár lyftur. Linur vorsnjór en þurrara eftir því sem ofar dregur. Fínasta veður sól og blíða oh hiti um 7 gráður.

Miðvikudagur 15.4 Opið 16-19

Byrjum á að opna 3 lyftur. Það er hvasst og kalt á toppnum eins og margir vita. Færið er linur vorsnjór en þurrara eftir því sem ofar dregur. Allir á skíði!

Mánudaginn 13. apríl opið frá kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 16:00 sunnan gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Frábært veður og færi. Við segjum velkomin í fjallið Starfsmenn 

Sunnudaginn 12. apríl opið kl 11-16

Það verður opið í dag frá kl 11-16. veðrið kl 09:25 WSW 2-12m/sek, frost 6 stig, smá skafrenningur og það er að létta til, færið er troðinn nýr snjór, þannig að færið er mjúkt. Erum með það í skoðun að opna Búngusvæðið það er of hvasst uppi eins og er. Búngubrekka og Miðbrekka  verða ótroðnir, aðrar brekkur verða troðnar  Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 11. apríl lokað

Það verður lokað í dag,  það verður komið leiðinda veður um hádegið. Veðurspá dagsins: Norðan 18-23 m/s og snjókoma, vægt frost. Hægari seint í kvöld. Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00 Starfsmenn

Föstudaginn 10. apríl opið kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 17:30 ANA 8-14m/sek, hiti 1 stig og alskýjað. Færið er frábært troðinn þurr snjór, bezta færið í vetur og mikið af snjó. Þessi dagur verður frábær og takið daginn snemma.  Sjáumst hress í Skarðsdalnum Skarðsrennslið 16. maí kl 13:00 Þetta er skemmti-risasvig og er tími tekinn á handklukkur. Frá Illviðrishnjúk og niður að skíðaskála ca 3 km braut. Keppni fer fram í karla og kvenna flokkum 18 ára og eldri, einnig er keppt í unglinga og barnaflokkum stúlkur og drengir. Verðlaun eru fyrir 3 fyrstu sætin. Gjald fyrir 18 ára og eldri er 3.000.- Skráning á staðnum. Veitingar eftir keppni við skála