Fréttir

Laugardaginn 19. desember opið

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 09:00 logn, frost 3 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í dag. Takið daginn snemma það fer að hvessa seinnipartinn í dag. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 18. desember opið

Opið í dag frá kl 16-19.Veðrið kl 10:30 NA 4-8m/sek, frost 6 stig og smá éljagangur en um kl 15 verður orðið bjartara og engin éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór og hefur bætt aðeins í brekkurnar. Skíðakennsla fyrir byrjendur kl 12-16 á morgun laugardaginn 19. des    Opið yfir jólin 26. des 11-16, 27. des 11-16, 28. des 13-18, 29. des 13-18, 30. des 13-18, 31. des 11-14 og 2. jan 11-16.   Sjáumst hress í dag. Starfsmenn

Miðvikudaginn 16. desember opið

Opið í dag frá kl 16-19, veðrið er mjög gott SSW gola, um frostmark og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni mjög gott færi, það er búið að brjóta brekkkurnar mjög vel upp. Nú er um að gera að nýta þennan dag mjög vel því veðurútlit á morgun er ekki gott. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Þriðjudaginn 15. desember lokað

Það  verður lokað í dag . Veðurútlit er sunnan 8-15 og slydda þegar líður á daginn. Opnum aftur miðvikudaginn 16. desember Sjáumst hress Starfsmenn

Sunnudaginn 13. desember opið

Opið í dag frá kl 11-16. Það er sama veðurblíðan í dag S-gola, frost 2 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór.  Flott veður og flott færi. Byrjendakennsla verður helgina 19 og 20 desember og hefst báða dag kl 12:00 og er kent í 30 mín lotum og er verð kr 1.000.- Það þarf að skrá sig með því að hringja í síma 893-5059. Kennari er Salóme Kjartnasdóttir.  Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 12. desember opið

Opið í dag frá kl 11-16. Veðið er SA-gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og færi. Síðasti dagur í forsölu vetrarkorta er í dag fullorðnir 18.900.- börn 7.500.- og framhalds-háskólanemar 8.900.- Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 11. desember opið

Veðrið um helgina verður bara gott og færið frábært. Opnum kl 11-16 á morgun. Opið í frá kl 16-19. Það er veðurblíða í Skarðsdalnum S-gola, frost 2 stig en alskýjað. Færið er troðinn nýr snjór. Flott verður og færi. Velkomin í fjallið Fjallamenn

Fimmtudaginn 10. desember opið

Opið í dag frá kl 16-19. Veðrið er S-gola, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr.  Minni á forsöluna á vetrarkortum hún stendur til 12. des Verð fullorðin 18.900.- barn 7.700.- og framhalds-háskólanemar 8.900.- Hægt er að kaupa kortin í Aðalbakaríinu og einnig að panta kortin með því að senda tp á skard@simnet.is og leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680   Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 9. desmeber opið kl 16-19

Opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 13:00 S-gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór. Eingöngu verður opin neðsta-lyfta, það er töluverð vinna að moka inn T-lyftusvæðið en það  verður klár á morgun. Stefnum á að opna fleiri lyftur um helgina. Ath. eins og þið hafið takið eftir eru bæði vefmyndavél og veðurstöð út vegna netbilunar.   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Forsala vetrarkort til 12.des í Aðalbakaríi

Forsala í Aðalbakaríi til 12. des (posi á staðnum og símagreiðslu 467-1720) einnig er hægt að panta með því að senda tp á skard@simnet.is og greiða inn á 348-26-1254 kt 640908-0680. Verð fullorðnir kr 18.900.- í stað 25.000.- börn kr 7.500.- í stað 10.000.- og framhalds-háskólanemar kr 8.900.- í stað 13.000.- Það er bara veðurblíða í kortunum næstu 10 daga. Opnum á morgun kl 15-19 Sjáumst hress fjallamenn