Fréttir

Þriðjudaginn 6. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott NNA gola, frost 3-4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað aðeins í brekkurnar. Brekkur sem eru klárar í dag eru Neðstabrekka, T-lyftubrekka, Búngubakki og Stálmastursbakki, einnig er Æfintýraleið og Hólabraut klárar. Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 14:00 Velkomin á skíði í dag, flott veður og færi 

Mánudaginn 5. mars lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna vinds og skafrennings, það verður NA 10-15 m/sek, éljagangur og skafrenningur í dag. !!Nýr snjór fyrir alla!! Veðútlit næstu daga er mun betra. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Sunnudaginn 4. mars opið/open 10-16

Kl 13:30 höfum við lokað vegna skafrennings Kl 13:00 er eingöngu opin Neðstalyftan veðrið er NA 10-16m/sek og þessu fylgir töluverður éljagangur. Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er og verður NA 5-12m/sek, éljagangur af og til, og er skyggnið erfitt stundum, frost 5-7 stig. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóað aðeins og eru 5 brekkur klárar. Hólsgöngubraut tilbúin kl 12:00 Velkomin í Skarðsdalinn 

Laugardaginn 3.mars opið /open 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er ANA 3-8m/sek, frost 4 stig og svolítil él. Færið er troðinn þurr snjór og er ljómandi færi í troðnum brekkum. 8 skíðaleiðir klára. Siglufjarðarmót í stórsvigi kl 12:00 yngri hópur Hólsgöngubraut tilbúin kl 12:00 Velkomin á skíði

Föstudaginn 2. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, kl 16:00 veðrið er og verður í dag NA 5-10m/sek, frost 4 stig og léttskýjað. Færið er unnið harðfenni. 8 skíðaleiðir klárar. Hólsgöngubraut er tilbúin 2,5 km hringur Minni á að hægt er að kaupa dags-lyftumiða í Aðalbakaríinu Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 1. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er NA 5-10m/sek, frost 4 stig og léttskýjað. Færið er unnið harðfenni og er aðeins nýr snjór ofaná brekkum. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 2,5 km hringur Velkomin á skíði í dag.