Fréttir

Laugardaginn 3. janúar opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 08:40 SSW 3-10m/sek, frost 2 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Erum að vinna við að koma inn efri svæðunum báðum. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 2. janúar opið kl 14-19 Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Frábært veður og frábært færi. Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 16:20 er austan gola, frost 7 stig og heiðskírt. Færið er troðinn púðursnjór það hefur snjóað ca 25-30 cm í brekkurnar. Á árinu 2014 var opið í 84 daga og gestir 10500 en á árinu 2013 var opið í 103 daga og gestir 17000. Veðurfara var einstaklega erfitt á árinu 2014 sem skýrir þennan mun að töluverðu leyti. Veturinn 2015 verður bara betri. Velkomin í fjallið Starfsmenn