Fréttir

Mánudaginn 9. desember lokað

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris.  Veðrið kl 11:45 WSW 6-15m/sek og hviður eru að fara yfir 20m/sek. Opnum næst á miðvikudaginn 11. desember Starfsmenn

Sunnudaginn 8. desember opið kl 11-15

Tilboð á vetrarkortum til 18. desember Fullorðinskort kr 21.000.- Barnakort kr 8.000.- Framhalds/háskólanemar kr 8.000.- Í dag verður opið frá kl 11-15. Veðrið kl 09:30 ASA 1-4m/sek, frost 2 stig og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór. Velkomin í fjallið. Starfsmen

Laugardaginn 7. desember opið kl 11-16

Tilboð á vetrarkortum til 18. desember Fullorpinskort                    kr 21.000.- Barnakort                           kr   8.000.- Framhalds/háskólanemar kr 8.000.- Í dag er opið frá kl 11-16. Veðrið kl 09:00 austan 2-6m/sek, frost 8 stig og heiðskírt. Færið er mjög gott harðpakkaður nýr snjór í troðnum brekkum og mikið púður utan brautar. Ath. það er nokkuð kalt hjá okkur eða um 8-14 stiga frost og vindkæling um 14-18 stiga frost. Klæðið ykkur mjög vel. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 6. desember opið

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 14:00 SW gola, frost 13 sig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr harðpakkaður snjór. Mjög gott færi fyrir alla og töluvert af púðri, flott fyrir utanbrautaskíðun. Velkomin í Skarðsdalinn já velkomin. Starfsmenn

Fimmtudaginn 5. desember lokað

Það verður lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 14:00 ANA 4-15m/sek, frost 12 stig og er töluverður skafrenningur. Vindkæling er um -23 sem er töluvert mikið á þessum tíma. Snóalög eru að verða með ágætum á svæðinu svo nú vantar okkur bara góða veðrið. Sjáumst hress á morgun en þá lofum við betra veðri. Nýjar upplýsingar um kl 12:00 Starfsmenn

Miðvikudaginn 4. desember lokað

Í dag verður lokað, erum að nota daginn til að vinna brekkurnar. Það hefur snjóað töluvert hjá okkur. Nú klukkan 13:00 er töluverð snjókoma og skafrenningur, frostið  er 11 stig. Það lítur mjög vel út með morgundaginn, opnum kl 15 á morgun. Nýjar upplýsingar kl 10:00 í fyrramáli Starfsmenn

Þriðjudaginn 3. desember lokað

Kl 15:00 Það verður lokað í dag vegna veðurs. Nýjar upplýsingar á morgun kl 13:00 Opnum á morgun kl 15-19 Starfsmenn Erum með opnun í skoðun kl 16:00. Veðrið kl 12:30 SW 3-10m/sek og hviður 15-20m/sek, frost 4 stig og töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 15:00 Starfsmenn

Mánudaginn 2. desember lokað vegna hvassviðris

Kl 15:00 SW 4-14m/sek og hviður  20-28m/sek, frost 3 stig og töluverðru skafrenningur. Nýjar upplýsingar á morgun kl 13:00 Starsfmenn Veðrið kl 11:35 SW 4-14m/sek og hviður uppí 18-23m/sek, frost 3 stig, töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 15:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 1.desember lokað vegna veðurs

Kl 10:00 SSW 4-15m/sek, hiti 7 stig og rigning. S s rok og rigning. Nýjar upplýsingar á morgun mánudaginn 2. desember kl 13:00 Starfsmenn Kl 09:00 SW 2-3m/sek, frostmark og alskýjað.  kL. 08:00 Erum með opnun í skoðun. Veðurspá er okkur ekki í hag.   Veðurspá dagsins vaxandi sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning, 15-23 m/s undir hádegi. Suðvestan 10-18 í kvöld og á morgun og él. Hiti 3 til 8 stig, en vægt frost á morgun. Spá gerð: 01.12.2013 06:31. Gildir til: 02.12.2013 18:00. Nýjar uplýsingar kl 10:00 Starsfmenn