Fréttir

Miðvikudaginn 22.mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 08:00 austan gola, frost 4 stig og lítilháttar éljagangur og mun birta til uppúr hádeginu. Færið er troðinn þurr snjór það hefur snjóað í nótt ca 5-10 sm. Færið er flott fyrir alla.  !!Það eru veik snjóalög fyrir utan mertar skíðaleiðir í 650-850 metra hæð ath. það þegar þið gangið á fjöll.!!  Nánari upplýsingar inn á þessari síðu veðurstofunar http://www.vedur.is/#syn=snjoflod   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 21. mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:00 austan gola, frost 2 stig og léttskýjað og mun sú gula koma í dalinn í dag. Færið er troðinn þurr snjór. 8 skíðaleiðir klárar.  !!Það eru veik snjóalög fyrir utan mertar skíðaleiðir ath. það þegar þið gangið á fjöll.!! Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Mánudaginn 20. mars opið 14-19

Opið í dag frá 14-19 Veðrið er kl 15:00 austan 3-5m/sek, frost 2 stig og sú gula er að koma í dalinn. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 10-20 sm á síðasta sólahring. Veðurspá í dag og næstu dag er mjög góð. http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/#group=114&station=3752  Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 19. mars opið 10-16

Það verður opið í dag frá kl 10-16 Veðrið kl 10:30 vestan gola, frost 4 stig og lítilsháttar éljagangur, færið er troðinn nýr snjór það hefur snjóað 10-15 sm í nótt, takið daginn snemma það bætir í vind þegar líður á daginn. 5 skíðaleiðir klárar í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 18. mars opið 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 14:30 logn, frost 1 stig og er léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og er púður snjór nokkuð góður á svæðinu. 8 skíðaleiðir eru klárar. !!Það eru veik snjóalög fyrir utan mertar skíðaleiðir ath. það þegar þið gangið á fjöll.!! Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 17. mars opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19  Veðrið kl 11:15 ASA gola, 8 stiga frost og er éljagangur og verður éljagangur til kl 13:00 af og til, en það birtir til þegar líður á daginn.  Færið er troðinn nýr snjór og er mjúkt færi en það hefur snjóað á síðast sólahring um 25 sm og fögnum við því. Það eru troðnar skíðaleiðir við Neðstu-lyftu, T-lyftu, Hálslyftu og Búngubakki er ekki troðinn nema frá krika. !!!Ath. það eru veik snjóalög í 700 metra hæð svo farið varlega fyrir þá sem ætla að ganga til fjalla.!!!       Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 16. mars lokað

Það verður lokað í dag veðrið kl 10:00 NA 10-15 og er éljagangur og fögnum við því og opnum á morgun í nýjum snjó og góðu veðri kl 13-19. Sjáumst hress Starfsmenn

Miðvikudaginn 15. mars opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19.  Veðrið kl 08:00 SSA 2-6m/sek, frost 2 stig, léttskýjað og kemur sú gula upp kl 09:30. Það á að lægja þegar líður á daginn. Færið er troðinn þurr snjór. Á síðasta sólahring hefur snjóað 10-20 sm. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 14.mars lokað

Það verður lokað í dag, því nú erum við að taka á móti hvíta---gullinu!!! Þða verður flott veður á morgun og opnum við kl 13-19 Sjáumst hress

Mánudaginn 13. mars opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 14:00 VSV 2-6m/sek, hiti 0 stig og léttskýjað og sólin að koma í dalinn. Færið er þurr snjór í öllum brekkum. 8 skíðaleiðir klárar. Velkomin í Fjallið Fjallamenn