Fréttir

Opið í dag laugardaginn 21. mars

Opið verður frá kl 10-16, veðrið er mjög gott S-gola, +5c° og léttskýjað, sólin aðeins að sína sig. Færið er troðið harðfenni, allar lyftur keyrðar, gönguspor við Hól. Velkomin á skíði Starfsmenn  

Opið í dag föstudaginn 20. mars

Opið verður í dag frá kl 14-19, verðrið er Austan-gola, +3c° og heiðskírt, færið er troðinn blautur snjór á neðstasvæðinu en á efrasvæðinu er ekki eins blaut og nægur er snjórinn, allar lyftur verða keyrðar, göngubraut er við Hól. Velkomin á skíði starfsmenn  

Opið í dag fimmtudaginn 19. mars

Opið verður í dag frá kl 14-20, veðrið er mjög gott S-gola, +5c° og léttskýjað, færið er betra en í gær ekki eins blautt, við erum búnir að troða allar brekkur og keyrum allar lyftur. göngubraut er við Hól. Velkomin í fjallið starfsmenn.    

Opið í dag miðvikudaginn 18. mars

Opið verður í dag frá kl 15-19, veðrið í fjallinu er mjög heitt eða +10c°, S-gola og léttskýjað, færið er nokkuð blaut við opnum í dag Neðstu-lyftu og T-lyftu. Gönguspor er við Hól. Velkomin á skíði starfsmenn  

Opið í dag þriðjudaginn 17. mars

Opið verður í dag frá kl 15-19, veðrið er mjög heitt +4c° og hefur ringt töluvert, þar af leiðir er snjórinn nokkuð blautur en búið er að troða neðstu-brekku og t-brekku. Neðsta-lyfta og T-lyfta verða opnar í dag, göngubraut er við Hól. Velkomin á skíði starfsmenn.    

Lokað í dag mánudaginn 16.mars

Lokað verður í dag mánudaginn 16. mars, en við opnum á morgun 17. mars kl 14-19 nánari upplýsingar um kl 12:00 á morgun.  Ath breyttur opnunartími núna opnum við kl 14:00 á virkum dögum. Starfsmenn.

Opið í dag sunnudaginn 15. mars

Opið verður í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott S-gola, -1c° og léttskýjað, færið er troðinn harðpakkaður nýr snjór og allar brekkur tilbúnar, neðstabrekka, t-brekka, stálmastri og búngubakki. Allar lyftur keyrðar og göngubraut við Hól og suður Hólsdal. Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag laugardaginn 14. mars

Opið verður í dag frá kl 11-16, veðrið er A og SA 6-8m/sek en 12-14m/sek í hviðum, -1c° og skýjað, það á að lagast veðrið þegar líður nær hádegi, færið er mjög gott troðinn þurr snjór. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 11:00 en Búngu-lyftu vonandi um kl 12:00. Göngubraut er við Hól og verður hún tilbúinn um kl 14:00 Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag föstudaginn 13. mars

Opið verður í dag frá kl 14-19, veðrið í fjallinu er mjög gott SA gola, -3c° og léttskýjað (smá sól). Færið er mjög gott fyrir alla það hefur snjóða töluvert hjá okkur. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 14:00 og Búngu-lyftu um kl 16:00 eða þegar búið verður að vinna búngusvæðið, göngubraut er við Hól. Starfsmenn skíðasvæðisins vilja koma því á framfæri til skíðamanna að skíða ekki í hlíðinni fyrir ofan neðstasvæðið og virða það. Velkomin á skíði starfsmenn.

Lokað í dag fimmtudaginn 12. mars

Lokað verður í dag vegna veðurs, en við opnum á morgun kl 14-19, nánari upplýsinga um kl 12:00 á morgun föstudaginn 13. mars. Starfsmenn