Kæra skíðafólk !
Þessi vetur ætlar að byrja eitthvað brösulega hjá okkur og lætur snjórinn bíða aðeins eftir sér. En á meðan við bíðum eftir hvíta gullinu erum við að vinna hörðum höndum upp á svæðinu í ýmiskonar viðhaldi og undirbúningi. Eins og staðan er núna þá stefnum við að því að setja í gang eins fljótt og veður og snjór leyfa okkur ! Þess má einnig geta að veðurstöðinn á síðunni er orðin virk.
Takk fyrir þolinmæðina og sjáumst vonandi fljótt hress og kát í skarðinu.