Kæra skíðafólk
Þá er skíða vertíðin formlega búin þennan veturinn og svæðinu lokað.Veturinn einkendist af litlu snjómagni en þrátt fyrir það tókst ágætlega til og í heildina litið var þetta fínasta skíðatímabil miðað við aðstæður og voru opnunar dagarnir fleiri en búist var við miðað við snjómagn. Voru því flottar minningar skapaðar í Skarðsdalnum þetta árið og bros á sem flestum vörum.
Takk fyrir okkur og gleðilegt sumar :D