Veðravíti það sem af er vetrar

Það hefur verið mjög erfitt veður það sem af er vetrar, en frá 1. desember eru opnunardagar eingöngu 11 til 20. janúar. Sem er mjög lélegt hér í Skarðsdalnum. Það hefur verðið vitlaust veður í 5-6 vikur með smá hléum. Við höfum ekki sloppið við tjón hér á svæðinu en 11 stk ljóskastarar hafa fokið út í veður og vind, einnig hafa togvírar fokið útaf bæði Hálslyftu og Búngulyftu, en togvírar á þessum lyftur eru strappaðir við möstur en strapparnir slitna undan ísingu og veðri og smá tjón varð á Búngulyftu. Er það til marks um þær aðstæður undanfarið að ekki eru diskar en komnir á Búngulyftu. Hér á svæðinu er veðurstöð sem er við byrjun á T-lyftu (300m) búin að mæla 6-7 vindhviður yfir 50m/sek í vetur. Því miður lítur komandi vika ekki vel út en það er SW átt í veðurkortunum alla vikuna, en svo kemur sólin þá brosa allir hringin.  Staðan 20. janúar er að Neðstasvæðið er klár, T-lyfusvæðið er klár, Hálslyftusvæðið er klár og vonandi getum við gert Búngulyftusvæðið klárt í þessari viku ef við fáum frið fyrir veðri.