Þriðjudaginn 4. mars opið kl 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 14:00 logn, um frotsmark og bjart og fallegt veður.


Færið er troðinn þurr snjór.


Byrjum á að opna Neðstu-lyftu og T-lyftu og vonandi getum við opnað Hálslyftu.

Búngusvæðið mun bíða og skoðum við það að opna hana um helginna. Það er mjög mikil ísing á lyftunni og mikið fannfergi á Búngusvæði.


Höfum tekið í notkun nýtt aðgangsstýrikerfi inn á svæðið. Nú þurfa allir skíðaiðkendur í Skarðsdalnum að kaupa sér vasakort hvort sem er fyrir dagskort eða vetrarkort. Kortið kostar 1.000 kr og er skilagjaldið 500 kr. Vasakortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara, aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Vasakortið er fjölnota og hægt nota ár eftir ár. ATH að hægt er að fylla á vasakort úr Bláfjöllum, Hlíðarfjalli og öðrum þeim skíðastöðum sem eru með lesarakerfi.




Velkomin í fjallið


Umsjónarmaður