Þriðjudaginn 3. apríl lokað í dag vegna hvassviðris

Kl 14:00 Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris. Opnum á morgun kl 13-19. Nýjar upplýsingar kl 10:00

Starfsmenn

Góðan daginn gott skíðafólk, opnun í dag er í skoðun, veðrið kl 09:00 á neðrihluta svæðisins er SV 6-12 m/sek og hviður upp í 20 m/sek, 2 stiga frost og heiðskírt.

Á Búngusvæði kl 09:00 er vindur SV 12-15m/sek og hviður 20-25 m/sek og frost 4 stig.

Nýjar upplýsingar kl 14:00

Starfsmenn

Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/

Fróðleiksmoli dagsins:

Siglufjarðarskarð

Hnit: 66°7′18.9″N18°59′56.4″WSiglufjarðarskarð er íslenskur fjallvegur sem liggur á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði. Það var áður aðalleiðin frá Skagafirði til Siglufjarðar, allt þar til Strákagöng voru opnuð 1967.

Allt í kringum Siglufjörð eru há og brött fjöll og leiðin um Siglufjarðarskarð, sem er í 630 metra hæð yfir sjávarmáli, var greiðfærasta leiðin úr firðinum og þó ærið erfið, bæði vegna þess hve brött hún var Siglufjarðarmegin og ekki síður vegna snjóa og illviðra á vetrum. Eftir að þéttbýli myndaðist á Siglufirði fóru nær allir flutningar fram sjóleiðina.

Upphaflega var fjallseggin í skarðinu svo mjó að þar mátti sitja klofvega með annan fótinn í Skagafjarðarsýslu en hinn í Eyjafjarðarsýslu. Í þessa egg hafði þó til forna verið höggvið skarð, nægilega breitt til að unnt væri að koma klyfjahesti þar í gegn. Skarðið var svo sprengt niður um fjórtán metra árið 1940 og í framhaldi af því var lagður akfær vegur um skarðið árið 1946. Hann var yfirleitt aðeins fær fjóra til fimm mánuði á ári vegna snjóþyngsla en þó var mikil samgöngubót að honum.

Sagnir voru um óvætti í skarðinu fyrr á tíð og árið 1735 flutti Þorleifur Skaftason í Múla, sem talinn var kunna ýmislegt fyrir sér, þar messu að boði Steins Jónssonar biskups og er sagt að honum hafi tekist að beina vondum öflum úr skarðinu og í Afglapaskarð, þar skammt fyrir sunnan.

Ferðir um Siglufjarðarskarð lágu niðri að mestu eða öllu í mörg ár eftir að Strákagöng voru opnuð en nú er reynt að halda veginum opnum yfir sumartímann, að minnsta kosti fyrir jeppa.