Sunnudaginn 6. apríl opið 10-16

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 S-gola, 5 stiga hiti, léttskýjað og sólin að brjótast í gegn.


Færið er troðinn vorsnjór. Tróðum Neðstasvæðið og Hálslyftubakka í gærkveldi, annað er troðið nú í morgun. Það mun verða mjúkt færi í dag, en ágætis færi fyrir utanbrautarskíðun.


Skarðsdalurinn er búinn að vera aldeilis flottur síðustu 12 daga logn, sól og snjór í mörgum metrum. Utanbrautar- færi eins og það gerist bezt. Fallið frá efstu brekkum og niður að skála er 500 metrar.


Skoðið þetta vidio http://vimeo.com/90800580


Velkomin í Skarðsdalinn

Starfsmenn