Sunnudaginn 4. janúar opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 10:15 austan 4-8m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. 

Nú er um að gera að taka daginn snemma. 


Ath skíðið í troðnum brautum það er mjög stutt víða niður á grjót í ótroðnu.


Það er alltaf gaman að velta fyrir sér tölum. Nú fyrstu 2 dagana sem opið hefur verið í Skarðsdalunum eru gestir um 300 manns og íbúar í Fjallabyggð um 2200 manns. Í Bláfjöllin hafa komið um 7 þúsund manns flest á einum degi sem er auðvitað glæsilegt en á stór-Reykjarvíkursvæðinu búa um 220 þúsund manns. 150 manns í Skarðsdalnum og 7-8 þúsund í Bláfjöllum á daga. Tölur eru alltaf skemmtilegar.


Sjáumst hress 

Starfsmenn