Sunnudaginn 4. desember opið frá kl 11 -16

Tveir gamlir ræsar á skíðamótum Bjarni málari og Rögnvaldur símamaður
Tveir gamlir ræsar á skíðamótum Bjarni málari og Rögnvaldur símamaður

Kl 13:30 við höfum lokað svæðinu í dag vegan veðurs.

Kl 12:30 við höfum lokað T-lyftusvæði vegna veðurs, þar er NA-8-15m/sek og töluverður skafrenningur.

 

Annar dagur í opnun er runninn upp, það verður opið í dag frá 11-16, Neðstasvæðið og T-lyftusvæði verða opin í dag, það hefur snjóað aðeins hjá okkur og eru brekkurnar eins og silki.

Veðrið kl 08:30 NA-2-6m/sek, frost 7 stig og smá éljagangur, frábær dagur til útiveru.

Veðurspá dagsins:

Austan og norðaustan 5-13 m/s og él, hvassast á annesjum. Norðlæg átt 3-10 m/s á morgun. Frost 4 til 14 stig, kaldast í innsveitum. Heldur kaldara á morgun.
Spá gerð: 04.12.2011 06:18. Gildir til: 05.12.2011 18:00.

Fróðleiksmoli dagsins: 1965 - Fyrsti íþróttaleikurinn fór fram í íþróttahöllinni í Laugardal

Velkomin í fjallið starfsfólk