Sunnudaginn 26. febrúar opið kl 10-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 14:00 W gola, hiti 4 stig og léttskýjað , færið er troðinn blautur snjór.

Neðstasvæðið: Leikjabraut og torfærubraut fyrir börnin.

T-lyftusvæði: Pallar og Hólabraut. Þvergilið: Hólabraut og Bobbbraut

Göngubraut verður tilbúin á Hólssvæðinu kl 13:00, 3 km hringur, létt og góð braut fyrir alla.

Skiptihelgi fyrir vetrarkortshafa verður helginna 25/2-26/2 Hlíðarfjall, Böggvisstaðafjall, Tindaöxl, Skarðsdalur og Tindastóll.

Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/

Fróðleiksmoli dagsins: Það er gott að vita að í Fjallabyggð eru 11 staðir sem hægt er að kaupa veitingar og gististaðir eru 5 af öllum stærðum og gerðum. Söfnin eru 5 í Fjallabyggð: Náttúrugripasafn, Síldarminjasafn, Þjólagasetur, Ljóðasetur og Skíðaminjasafn.

Velkomin í Fjallabyggð

Starfsmenn skíðasvæðisins í Skarðsdal.