Sunnudaginn 25. mars opið kl 10-16

Mynd tekin 25. mars, þeir alhörðustu í Skarðsdalnum Tómas og Einar Breki
Mynd tekin 25. mars, þeir alhörðustu í Skarðsdalnum Tómas og Einar Breki

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSA 2-6m/sek, hiti 8 stig og léttskýjað, (sólin að koma upp). Færið er troðinn blautur snjór en hann er búinn að stirna í ca 12 tíma síðan troðið var. Við hér á svæðinu mælum með að skíðamenn mæti snemma í bezta færið, það mun mýkjast þegar líður á daginn.

Allar brekkur eru tilbúnar og sjá töflu hér að ofan hvaða svæði eru opin.

Ekki verður keyrt með spora á Hólssvæði vegna aðstæðna en það er spor frá í gær sem hægt er að nýta.

Velkomin á skíði starfsmenn

Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/