Sunnudaginn 24. febrúar opið kl 10-16

600 manns á svæðinu í gær 23. febrúar
600 manns á svæðinu í gær 23. febrúar

Fallegur morgun í Skarðsdalnum, fjöllin bíða eftir ykkur gestir góðir og sólin dansar við Illviðrishnjúkinn.


Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 12:30 vestan gola, hiti 5 stig, léttskýjað, sól og skyggnið er mjög gott. Færið er unnið harðfenni og rakur snjór í bland. Brekkur halda nokkuð vel og eru betri eftir því sem ofar kemur. Hitastigið í nótt fór í ca 3 stiga lofthita en mun kaldara í snjónum og hefur haldist um 1-2 stiga frost í honum í alla nótt. Það er búið að troða síðan kl 10 í gærkveldi og er enn verið að nú kl 08:00 í morgun.


Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur léttur og góður fyrir alla.


Inn á svæðið í gær komu 600 gestir á skíði. Takk góðir gestir að koma til okkar í Skarðsdalinn á Siglufirði.


 Ath. Skíðakennsla fyrir byrjendur og lengra komna verður á skíðasvæðinu í vetur á föstudögum-laugardögum og sunnudögum 1/2 tími kostar 1.500.- Panta þarf tíma í afgreiðslu í skíðaskála hjá umsjónarmanni skíðasvæðis.


 Velkomin í Skarðsdalinn 

 Starfsmenn