Sunnudaginn 24. apríl Páskadagur opið kl 10-16

Á Búngutopp
Á Búngutopp

Gleðilega páska gott skíðafólk.

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSV 2-4m/sek, hiti 5 stig, heiðskírt og glaða sól s s frábært veður, færið er troðið harður og blautur snjór í bland, vorfæri á Neðstasvæðinu en mun betra eftir því sem ofar kemur, hvet ég nú alla að taka daginn snemma. Í fjallið í gær komu um 700 manns í mjög góður veðri.

Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður Þvergilið og niður Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara.

Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir.

Fróðleiksmoli dagsins: Siglufjarðarháls (bygging Búngu-lyftu) Heimild mbl.is

FRAMKVÆMDIR við nýja skíðalyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði eru komnar á lokastig. Lyftan sem verður rúmir 500 metrar að lengd er viðbót við tvær aðrar lyftur á svæðinu og neðsta mastur hennar er í um 520 metra hæð. Hún verður staðsett á svokölluðum Siglufjarðarhálsi eða á "Bungunni" eins og svæðið er stundum kallað.

Með þessari viðbót aukast möguleikar til keppnishalds til mikilla muna, auk þess sem öll aðstaða fyrir hinn almenna skíðamann batnar verulega. Eftir að lyftan verður tekin í notkun verður um að ræða samfellda skíðabrekku sem er um 2 kílómetrar að lengd. Það hefur vantað tilfinnanlega lyftu á efra skíðasvæðið til þess að nýta þær skíðabrekkur sem möguleiki er á þar. Þetta gefur líka aukið svigrúm til meiri nýtingar á skíðasvæðinu á snjóléttum vetrum, þar sem snjósöfnun á efra svæðinu er mun tryggari en á því neðra, enda nær nýja lyftan í allt að 700 metra hæð.

Velkomin í fjallið við tökum vel á móti þér

Starfsfólk