Sunnudaginn 11. janúar opið kl 11-16

Opið í dag frá kl 11-16 í því bezta færi sem hefur verið á þessum vetri, WSW gola, frost 5-7 stig og heiðskírt. Troðinn þurr snjór. Þetta verður flottur dagur.


Alparnir á Siglufirði hafa aldrei verið betri en einmitt nú, brekkurnar eins og silki. Brekkur upp á tvo kílómetra að lengd. 


Velkomin í Skarðsdalinn

Starfsmenn