Skíðafjör á Siglufirði föstudagurinn langi opið

Mynd tekin 1. apríl um 600 manns voru á svæðinu í gær
Mynd tekin 1. apríl um 600 manns voru á svæðinu í gær

Skíðafjör í Skarðsdalnum byrjar kl 10 og er opið til kl 16 í dag, veðrið er mjög gott N-gola, frost um 8 stig, léttskýjað, færið er troðinn púðursnjór frábært færi fyrir alla, skíðamaður góður nú er um að gera að drífa sig út og á skíði sem fyrst og njóta dagsins, við keyrum allar lyftur og allar brekkur klárar, skíðamaður góður við leggjum á það áherslu að virða rétt hvers annars í brekkunum og skíða í troðnum brekkum, göngubraut verður tilbúinn á Hólssvæðinu um kl 13.

Brettaleikjabraut, giljabraut, barnaleikjabraut við neðstu-lyftu, barnagæsla, frábært púðurfæri á Búngusvæði, lifandi tónlist í Skíðaskálanum kl 15-16 og fl og fl.

Velkomin á skíði starfsmenn

Veitingar í Skíðaskálanum