Páskadagur 4. apríl opið Skíðafjör á Siglufirði

Velkomin á skíði Páskadag 4. apríl
Velkomin á skíði Páskadag 4. apríl

Við verðum að breyta opnum til kl 12, það á að lagast veðrið þegar líður á daginn

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 12-17, veðrið kl 08:00 er vestan 6-10m/sek, 3 stiga frost og mjög blint, færið er troðinn púður snjór, við opnum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu, það kemur í ljós með Búngusvæðið hvort við getum opnað það bæði vegna veðurs og snjósöfnunar á svæðinu, erum á fullu við að gera neðri svæðin klár.

Dagskrá í dag; Páskaeggjamót fyrir 12 ára og yngri fer fram við Neðstu-lyftu kl 13-14, brettasýning fer fram fyrir ofan skíðaskálan kl 14 og vonandi verður brettaleikjabraut tilbúinn kl 13, göngubraut verður tilbúinn kl 13 á Hólssvæði.

Velkomin á skíði í dag starfsfólk