Opnar í dag 13. janúar

Mynd frá í fyrra, svona var þetta og vonandi aftur nú þegar svæðið hefur verið opnað
Mynd frá í fyrra, svona var þetta og vonandi aftur nú þegar svæðið hefur verið opnað

!!Virðum sóttvarnarreglur!!

Nr 1 Hámarksfjöldi inn á svæðið er 200 manns með börnum og fullorðnum og verður vel fylgst með þeim fjölda sem er á svæðinu.

Nr 2 Tveggja metra reglan í hávegum höfð við biðröð í lyftur, við salerni og við miðasölu

Nr 3 Grímu/buff skylda 2004 og eldri

Nr 4 Skíðaleiga lokuð

Nr 5 Veitingasala lokuð

Nr 6 Salerni verða opin, það eru 3 salerni á svæðinu þannig að eingöngu 1 inn á hvert og handþvottur og spritt, þau þrifin x4 á dag

Nr 7 1 á T-hald nema innan sömu fjölskyldu

Þetta verður svona til 17. febrúar eða þar til að annað verður ákveðið

!! Tökum höndum saman að gera þetta að veruleika að skíðasvæðin geti haft opið, þetta veltur á okkur að fara eftir reglum, þá gengur þetta upp!! Við erum öll almannavarnir