Svona var aðkoma í morgun þegar komið var að tækjum og tólum, svona nýr troðari kostar ca 70 milljónir, á þessu verður að taka fyrir næsta vetur.
Kl 14:00 Það verður lokað í dag vegna aðstæðna, tæki og tól eru illa frosin föst. Hér hefur verið snarvitlaust veður
í 3 daga. Nú hefði verið gott að vera með aðstöðu til að geyma troðara inn.
Jæja nú eru hlutirnir að gerast og veðrið að ganga niður. Veðrið kl 12:00 ANA 10-17m/sek þannig að enn er of hvasst. Erum með opnun
í skoðun í dag. Það er verið að moka veginn og unnið er að koma svæðinu í gang eftir þetta aftaka veður sem hefur ekki farið
fram hjá neinum. En það hefur komið töluverður snjór í gil og lautir en rifið allan snjó í hlíðum, hann hefur allur fokið
í burtu í þessu mikla stormi og er sennilega kominn inn á hálendið.
Stefnum á að opna kl 16:00 Nýjar upplýsingar um kl 15:00
Starfsmenn