Miðvikudaginn 11. apríl lokað í dag vegna veðurs.

Mynd tekin 11. apríl 2012 kl 10:00. Allt á kafi í gilinu við drifstöð á T-lyftu
Mynd tekin 11. apríl 2012 kl 10:00. Allt á kafi í gilinu við drifstöð á T-lyftu

Kl 15:00 lokað í dag vegna veðurs, opnum á morgun kl 15-19, nýjar upplýsingar kl 12:00 á morgun.

Starfsmenn

 

Kl 13:45 Opnun í skoðun kl 16:00. Veðrið kl 13:45 A 10-16m/sek, frost 2 stig og töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 15:30

Upplýsingar um skíðavertíðinna sem liðin er.

Um páskana voru gestir um 2000 og eru gestir í vetur komnir í 10500, heimsóknir á heimasíðu voru um 500 per dag um páska og eru komnir í ca 25000 í vetur. Það sem hefur verið okkur erfitt í vetur er hvessu marga dag við höfum þurft að hafa lokað vegna hvassviðris í fyrra voru gestir um 13000 og ef veturinn hefði verið betri hef ég þá trú að gestir væru í dag komnir í 13-15 þúsund en svona getur veðrið leikið okkur grátt sem erum að reka skíðasvæðin.

Starfsmenn

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 13:15 A 8-15m/sek, frost 2 stig og éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór.

Í dag opnum við Neðstasvæðið kl 15:00 og T-lyftusvæði kl 16:00 það hefur snjóað töluvert á ákveðnum stöðum t d við endanna á T-lyftu ca 1,5-2 metra og vonandi verðum við klárir með T-lyftusvæðið kl 16.00. Siglufjörður er sennilega mesta úrkomu staður á landinu og er að stefna í að snjóalög verði hér mest þegar kemur að lokun eins og alltaf. Búngusvæðið verður opnað á föstudaginn 13. apríl, þar er allt á kafi í snjó.

Velkomin í fjallið

Starfsmenn