Margt jákvætt að gerast á skíðasvæðinu

Nú er unnið á fullu við að klára nýjan veg að nýrri upphafsstöð í Skarðsdalnum og vonandi ber okkur öllum gæfa til að klára þetta stóra verkefni á næstu 2 árum. En á þessari nýju upphafstöð sem verður í 340 metrahæð verður Skáli, T-lyftan, Súlulyftan og Töfrateppið. Og gaman að segja frá því að búið er að panta nýtt töfrateppi sem verður sett upp við núverandi upphafstöð í vetur. Allir á Sigló í vetur, skíðabrekkur fyrir alla og gönguskíðabraut lögð í Hólsdal og við strákarnir munum reyna að vanda okkur eins og vel og hægt er.