Mánudaginn 25. apríl annan í páskum opið kl 10-16

Mikið líf í Skarðsdalnum í gær
Mikið líf í Skarðsdalnum í gær

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 07:30 VSV gola, frost 1 stig og heiðskírt, en einn dagurinn gengur í garð með blíðu veður, færið er unnið harðfenni í bland við blautan snjó, nú er um að gera að drífa sig í fjallið því nú fer hver að verða síðastur að skíða þennan veturinn, síðasti opnunardagurinn er 1. maí.

Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar. Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili.

Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara.

Fróðleiksmoli dagsins: Skarðsdalur heimild snokur.is

Sá bær er framan við mynni dals þess er vestur gengur í hálendið yst úr Siglufjarðardal; skilur hann Siglufjarðar- og Úlfsdalafjöll er þó ná saman fyrir botni hans með hrygg mjóum. Yfir hann er hin helsta þjóðleið til Siglufjarðar (úr Fljótum) um skarð það er því nefnist Siglufjarðarskarð (1), dalurinn Skarðsdalur (2) og bærinn eftir honum. Stóð hann suður við á þá er nefnst mun hafa Skarðsdalsá (3) þó Leyningsá (4) kallist nú. Er hún aðalá dalsins og fellur syðst fram úr mynni hans, en önnur utar. Ganga hæðir nokkrar fram úr dalnum milli þeirra er nefnast Skarðsdalshryggir (5). Var byggðin suðaustan hæðanna og stóð ekki hátt; mun hún frá elstu tíð og sér þar nokkuð til fornra garða um tún meðalstórt, gott og grösugt. Lönd hefir býli þetta átt utan hinnar syðri ár, þar með mestan hlut Skarðsdals og nokkuð út fyrir mynni hans. Eru haglönd góð á dalnum og engi nokkur hið neðra í norðurhlíð hans. Kemur þaðan ytri áin, nefnd Grísará (6), en allt út frá henni neðan við dalmynnið eru samfelld engi, slétt og fögur. Nefnist þar út til merkja Skarðsdalsengi (7). Engi eru og niður frá bæ, nefnast þar innst Skarðsdalseyrar (8) en utar Skarðsdalsmýrar (9). Garður mikill og forn hefir verið þvert yfir mynni dalsins nokkurn spöl upp frá bæ er nefnst hefir Skarðsdalsgarður (10). Hefir búfénaður verið hafður ofan hans og friðuð engi Skarðsdals og Ness. Er glöggt á honum hlið vegarins.

Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk