Mánudaginn 22. febrúar opið

Búngutoppur.
Búngutoppur.

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið NA 4-7m/sek, smá éljagangur, frost 6 stig og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla, allar lyftur keyrðar.

Nú höfum við tekið í notkun nýja veðurstöð hér í Skarðsdalnum til að bæta en veðurþjónustu á svæðinu í samstarfi við sksiglo.is Veðurstöðin Skarðsdal en hún er í 275 metra hæð beint fyrir ofan Skíðaskálan og er hægt að fara inn á hana hér til hægri fyrir ofan mynd augnabliksins.

Velkomin á skíði í dag starfsmenn