Mánudaginn 13. desember opið

Svona getur verið gott að vera í biðröð og spjalla
Svona getur verið gott að vera í biðröð og spjalla

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 16-19, veðrið er vestan gola, hiti um 6 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni í bald við blautan snjó, við opnum eingöngu neðstu-lyftu, verið er að vinn á T-lyftusvæði það hefur tekið töluvert upp á T-lyftusvæði en þetta lítur ágætlega út það er norðanátt í veðurspáni með snjókomu.

Vetrarkortasala er í fullum gangi og er hægt að kaupa þau í skíðaskálanum og einnig er hægt að hringja í síma 893-5059 eða senda tölvupóst á egillrogg@simnet.is og panta og leggja inn á reikning 1102-26-1254 Kt. 640908-0680 Valló

 Jólagjöfin í ár, hægt er að kaup eitt stakt  dagskort eða fleiri til að setja t d í jólakortið, gildir virkan dag jafnt sem helgi dag, verð á fullorðinskorti er kr 1.500.- og barnakorti kr. 500.

Velkomin í fjallið starfsfólk.