Laugardginn 26. mars opið kl 13-17

Við Neðstu-lyftu
Við Neðstu-lyftu

Búið að loka vegna veðurs í dag kl 16:00

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-17, veðrið kl 11:45 WSW 7-16m/sek, hiti 4 stig og léttskýjað, lyftur opnar Neðst-lyfta til að byrja með og skoðum svo framhaldið en það þarf að ganga töluvert niður veðrið svo við getum opnað fleiri lyftur. 

Veðurspá dagsins: Suðvestan 5-13 m/s og stöku skúrir eða él. Hægari síðdegis, skýjað og þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig.

 

Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Fjallabyggð geta skíðað á svæðunum um helgina.

Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður önnur skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur.

Það verður fullorðins kennsla á miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars kl 18-20, kennari verður Benedikt Hallgrímsson frá Ólafsfirði. Skíðasvæðið lánar þeim sem vilja prófa búnað og er frítt í lyftur. Endilega að nýta ykkur þetta tækifæri. Mjög gott er að tilkynna sig inn í síma 467-1806, það er gott fyrir okkur á sjá hvað margir koma til með að nýta sér þessa kennslu.

Starfsfólk