Laugardginn 23. apríl opið kl 10-16

Skarðsdalur skartar sínu fegursta í dag.
Skarðsdalur skartar sínu fegursta í dag.

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott SA gola, hiti 2 stig, heiðskírt og sólin gleður í dag, færið er mun berta en í gær það frysti í nótt og halda brekkur nokkuð vel í dag, ég hvet fólk til að taka daginn snemma, allar brekkur eru klárar. Í fjallið í gær komu um 700 manns takk fyrir skíðamenn góðir.

Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar.

Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardal og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara.

Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir.

Fróðleiksmoli dagsins: Súlur og Súlnabrúnir sunnan og ofan við Skíðaskálan í Skarðsdal. Heimild snokur.is

Sunnan Skarðsdals er fjall allhátt með tindum nokkrum og hvössum hryggjum; er það yst Siglufjarðarfjalla að vestan og nefnist Súlur (20) austan í þvi er breiður stallur mikið lægri og jafnlend nær lárétt brún vestan Siglufjarðardals, inn að Selskál, nefnist hún Súlnabrún (21) en norðurendi hennar Súlnahaus (22) og niður af honum upp frá Leyningi Súlnaröðull (23). Utarlega á hæðarstalli þessum er Súlnatjörn (24) úr henni fellur lækur norður í Skarðsdalsá um Leyningskinn, nefndur Rjómalækur (25) þar upp af kinninni er klettabelti er nefnist Kinnarklettar (26). Þó ótrúlegt sé nefnast hér nú Súlur aðeins hin lága brún þó auðskilið sé að af tindum háfjallsins er nafn fjallsins komið. Vestur frá þeim eru fjallshryggir háir sem nefnast mættu Háukambar (27) en svo nefna Siglfirðingar háfjallið allt.

Velkomin í Skarðsdalinn, við tökum vel á móti þér

Starfsfólk