Laugardaginn 9. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 11:40 ASA 0-4m/sek, frost 2 stig, heiðskírt og sólin komin upp. Það  hefur dregið verulega úr vindi síðan í morgun.


Færið er troðinn harðpakkaður snjór, mjög gott færi fyrir alla. Frábært veður

 og flott færi.


Göngubraut á Hólssvæði tilbúinn kl 13:00 4 km hringur.


Ath. nýtt myndband hér til hægri, bara að smella.


Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi.




Velkomin í fjallið

Starfsmenn