Laugardaginn 3. mars opið kl 10-16

Skarðsdalur 1. mars 2012
Skarðsdalur 1. mars 2012

Það verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 11:45 W gola, hiti 0- 3 stig og sól. Færið er troðinn rakur snjór snjór er þurrari eftir því sem ofar kemur. Fjallið lítur mjög vel út nægur snjór út um allt fjall. Langar brekkur stuttar brekkur og allt þar á milli, lengsta skíðaleið er um 2,3 km.

T-lyftusvæði pallar, hólar og frábært gil. Þvergilið bobbbraut, pallar og hólar, Neðstasvæðið hólar og leikjabraut. Búngusvæði opið.

Upplýsingar um stöðu svæða: Neðstasvæði er 70-110 cm snjór, T-lyftusvæði 100-140 cm snjór og á Búngusvæði er 150-350 cm snjór

Göngubraut tilbúin kl 10:00 á Hólssvæði, 3 km hringur léttur og góður fyrir alla.

Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/

Velkomin á skíði í dag

Starfsmenn