Laugardaginn 19.apríl opið kl 10-16

Kl 18:00 Flottur dagur að baki en krefjandi. En um 1200 manns komu í Skarðsdalinn á skíði eða bara nutu útiverunar. Við starfsmenn reyndum eins og við gátum til að þjónusta ykkur en ég veit að þetta var erfitt á ýmsan hátt, bílastæði, miðasala og miklar biðraðir í lyftum og vil ég þakka ykkur skíðagestum góðum fyrir tillitsemina sem þið sýndu okkur starfsfólkinu. Sjáumst hress á morgun, opnum kl 10-16.


Umsjónarmaður Egill Rögnvaldsson


Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 09:00 WSW 2-8m/sek, frost 1 stig og léttskýjað.


Færið er troðinn nýr snjór og er harðfenni undir. Sama góða færið og var á skírdag.


KL 10:00 verðum við búnir að troða Neðstasvæðið og T-lyftusvæði en þegar við erum að opna erum við en að troða efrisvæðin tvö. Ekki hægt að byrja að troða vegan roks kl 05:00 í morgun. Annar snjótroðarinn er bilaður.


Göngubraut á Hólssvæði ca 5 km hringur tilbúinn kl 13:00


Velkomin á skíði í dag.

Starfsmenn