Laugardaginn 16. febrúar opið kl 10-16

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 10-16. Veðrið kl 15:40 ANA 2-5m/sek, frost 3 stig og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.


Göngubraut á Hólssvæði ca 3-4 km hringur tilbúinn kl 13:00


Flott veður og meiriháttar færi


Skíðasvæðið verður opið í næstu viku (18/2-24/2) kl 13-19 virka daga og um helginna kl 10-16


 Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Skarðsdal Siglufirði og Sauðárkrók geta skíðað að vild á svæðunum um helginna. (16 og 17 febrúar) Vetrarkortshafar þessara skíðasvæða þurfa að framvísa vetrarkortum sínum.


Velkomin í Skarðsdalinn

Starfsmenn